Erlent

Ísraelar hóta Hamas stríði

Ehud Olmert
Ehud Olmert

Tugum sprengiflauga var skotið frá Gazasvæðinu að ísraelskum bæjum í gær, og Ísraelsher brást við með loftárás á meintar stöðvar skæruliða Hamas-samtakanna á Gaza.

Með þessari atburðarás rættist ótti manna um að átök myndu blossa upp á ný eftir að hálfs árs vopnahlé rann út.

Aðeins einn Ísraeli særðist í sprengiflaugahríð helgarinnar, en eftir hana hóta ísraelsk stjórnvöld að grípa til harkalegra hernaðaraðgerða. „Ábyrg ríkisstjórn er ekki ánægð með að fara í stríð, en víkur sér heldur ekki undan því,“ sagði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á ríkisstjórnarfundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×