Sport

Aldo varði titilinn gegn Mendes

Kapparnir sparka hér í hvorn annan í nótt. Aldo er til hægri.
Kapparnir sparka hér í hvorn annan í nótt. Aldo er til hægri. vísir/getty
Bardagakapparnir Jose Aldo og Chad Mendes buðu til veislu í Rio de Janeiro í nótt.

Þá mættust þessir fjaðurvigtarkappar í annað sinn. Aldo að verja titilinn en hann vann fyrri viðureign kappanna.

Það var búist við góðum bardaga og hann stóð heldur betur undir væntingum. Algjörlega frábær skemmtun þar sem kapparnir sýndu báðir mögnuð tilþrif.

Bardaginn fór allar fimm loturnar og því urðu dómarar að úrskurða um sigurvegara. Allir þrír dómararnir voru nákvæmlega sammála og dæmdu Aldo sigur. Voru á því að hann hefði verið sterkari í öllum lotum nema einni.

Írinn Conor McGregor var mættur á hliðarlínuna en hann gæti verið næstur til þess að fá tækifæri gegn Aldo.

Fyrst þarf McGregor samt að lumbra á Þjóðverjanum Dennis Siver í janúar. Ef hann stendur sig þar er aldrei að vita nema hann fái tækifæri gegn Aldo í kjölfarið.

MMA

Tengdar fréttir

UFC 179: Mendes vill hefnd

Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×