Gönguskíði aldrei vinsælli á Íslandi Guðrún Ansnes skrifar 11. janúar 2016 06:00 Talið er að um fimm til sex hundruð manns hafi verið á gönguskíðum í gær í Bláfjöllum. Fréttablaðið/Anton „Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira