Innlent

Ríkið getur sparað 200 milljónir

Ríkið getur sparað sem nemur 150-200 milljónum króna á ári í fjarskiptakostnað, að mati Ríkiskaupa, með nýjum rammasamningi við Og Vodafone um talsíma- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir. Samningurinn, sem undirritaður var á föstudaginn, nær til fastlínu-, GSM- og internetþjónustu og getur tryggt ríkisstofnunum 15-30% verðlækkun á fjarskiptaþjónustu. Samningurinn felur í sér að fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera eru tryggð fjarskiptaþjónusta á ákveðnum kjörum á samningstímanum. Samningurinn gildir í tvö ár frá og með 1. september næstkomandi, með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár til viðbótar. Um 230 stofnanir og ríkisfyrirtæki eru áskrifendur að honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×