Fjöldi minka allt að sjötíu þúsund 13. október 2005 19:33 Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira