Innlent

Barist um hvern einasta starfsmann

Rétt tæpur helmingur af öllu starfsfólki helstu og stærstu verktaka á Íslandi eru af erlendu bergi brotnir samkvæmt lauslegri úttekt Fréttablaðsins. Er það mat þeirra sem slík fyrirtæki eiga og reka að tala erlendra starfsmanna eigi eftir að hækka til muna enda er annatími framundan hjá flestum og hart barist um hvern starfsmann. Engin leið sé að fá hæft íslenskt fólk til vinnu og til að virða verksamninga sína sé fyrirtækjunum nauðugur sá kostur að leita utan landsteinanna. Er helst leitað til atvinnuleiga í Póllandi og Portúgal en reynslan sé almennt góð af starfsmönnum þaðan. Þykja Pólverjarnir sérstaklega duglegir til vinnu. Eru þeir velflestir fagmenntaðir og setja langan vinnudag ekki mikið fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×