Enski boltinn

Fraizer Campbell í enska landsliðinu | Lampard og Rio ekki valdir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuart Pearce fyrir landsleik á móti Íslandi.
Stuart Pearce fyrir landsleik á móti Íslandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollandi í næstu viku. Pearce, sem þjálfar enska 21 árs landsliðið, mun stýra liðinu á meðan enska sambandið leitar að eftirmanni Fabio Capello.

Frank Lampard. Alex Oxlade-Chamberlain eða Rio Ferdinand komast ekki í landsliðshópinn hjá Pearce en Fraizer Campbell, framherji Sunderland, er í liðinu sem og að Micah Richards kemur aftur inn í liðið.

Wayne Rooney er valinn í liðið en hann verður eins og kunnugt er í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar.



Enski landsliðshópurinn fyrir Hollandsleikinn:

Markmenn: Scott Carson (Bursaspor), Joe Hart (Manchester City), Robert Green (West Ham United).

Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Ashley Cole (Chelsea), Leighton Baines (Everton), Glen Johnson (Liverpool), Phil Jones (Manchester United), Micah Richards (Manchester City), Chris Smalling (Manchester United), Kyle Walker (Tottenham Hotspur).

Miðjumenn: Gareth Barry (Manchester City), Tom Cleverley (Manchester United), Stewart Downing (Liverpool), Adam Johnson (Manchester City), Steven Gerrard (Liverpool), James Milner (Manchester City), Scott Parker (Tottenham Hotspur), Ashley Young (Manchester United), Theo Walcott (Arsenal).

Framherjar: Darren Bent (Aston Villa), Fraizer Campbell (Sunderland), Daniel Sturridge (Chelsea), Wayne Rooney (Manchester United), Danny Welbeck (Manchester United).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×