Innlent

Vandar stjórnarandstöðu ekki kveðjurnar

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins varar kjósendur við eftirlíkingum inn á miðju stjórnmálanna og vandar stjórnarandstöðuflokkunum ekki kveðjurnar. Togstreita einkenni Samfylkinguna og Vinstri grænir séu fullir af ofstopa.

Flokksþingi Framsóknarflokksins er framhaldið í dag. Í gær vakti yfirlýsing Sivjar friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra mikla athygli, þegar hún boðaði stjórnarslit samþykktu Sjálfstæðismenn ekki að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. En formaðurinn vandaði stjórnarandstöðunni ekki kveðjurnar.

Jón sagði djúpstætt vantraust ríkja innan Samfylkingarinnar, eins og fram hefði komið í óvenjulegum ummælum formannsins um þingflokkinn fyrir skömmu. Þá sagði Jón að ýmsar yfirlýsingar forystumanna Vinstri grænna að undanförnu vektu furðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×