Erlent

Nauðgarar nota stefnumótaapp

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Talsmaður Tinder, stærsta stefnumótavefs heims, segir reglur fyrirtækisins strangar en hvetur samtímis notendur til að vera varkára.
Talsmaður Tinder, stærsta stefnumótavefs heims, segir reglur fyrirtækisins strangar en hvetur samtímis notendur til að vera varkára. nordicphotos/getty
Fjörutíu prósent þeirra sem kærðu nauðgun í Noregi í fyrra höfðu kynnst ofbeldismanninum á stefnumótaappi eða stefnumóta­síðu. Árið áður var talan 29 prósent, að því er segir í frétt Verdens Gang.

Norska lögreglan telur að fjöldinn geti verið miklu meiri þar sem mörgum kunni að þykja það skammarlegt að kæra nauðgun eftir að hafa hitt ofbeldismanninn af fúsum og frjálsum vilja.

Talsmaður Tinder, stærsta stefnumótavefs heims, segir reglur fyrirtækisins strangar en hvetur samtímis notendur til að vera varkára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×