Erlent

Maliki fordæmir morð á lögreglumönnum

Írakskur herlögreglumaður í Bagdad
Írakskur herlögreglumaður í Bagdad AP

Nouri Maliki forsætisráðherra Íraks heitir því að að elta uppi þá sem myrtu í gær 14 lögreglumenn í borginni Baquba, norður af Bagdad í gær. Þá hefur Maliki fordæmt morðin. Uppreisnarmennirnir sem myrtu lögreglumennina létu hafa það eftir sér áður en þeir hurfu á braut að þeir hefðu verið að hefna fyrir nauðgun á súnníakonu nýverið, sem lögreglumaður er sakaður um.

Yfirvöld í Írak framfylgja nú nýrri öryggisáætlun sem ætlað er að uppræta starfsemi uppreisnarmanna í landinu. Samkvæmt þessari nýju áætlun er nú fjöldi lögreglumanna, sem flestir eru síjtar, í hverfum sem súnníar höfðu áður haft fyrir sig. Það hefur valdið miklum núningi undanfarið í þeim hverfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×