Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. apríl 2015 12:45 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira