Erlent

Miliband fær slæma útreið í könnun

Miliband er ekki að gera góða hluti samkvæmt könnuninni.
Miliband er ekki að gera góða hluti samkvæmt könnuninni. Mynd/AP
Ed Miliband formaður breska verkamannaflokksins fékk slæma útreið í nýrri skoðannakönnun sem birt var í gær. Landsfundur Verkamannaflokksins stendur nú yfir og af því tilefni ákvað breska blaðið Independent að kanna hug landsmanna til flokksins og leiðtogans.

Niðurstöðurnar eru ekki hughreistandi fyrir Miliband sem tók við formannskeflinu af Gordon brown fyrir nokkrum misserum því rétt um einn af hverjum fjórum sem spurðir voru telja að hann sé gott efni í næsta forsætisráðherra landsins. Það sem meira er þá mælist Íhaldsflokkurinn með David Cameron í broddi fylkingar stærri en Verkamannaflokkurinn í könnun Independent en það hefur ekki gerst í sambærilegum könnunum frá því í Október á síðasta ári eða allt frá því Íhaldsmenn útlistuðu niðurskurðartillögur sínar sem féllu í heldur grýttan jarðveg. Íhaldsmenn mælast í könnuninnni með 37 prósenta fylgi, Verkamannaflokkurinn með 36 prósent og Frjálslyndir demókratar mælast með 12 prósent.

Þetta þýðir að Verkamannaflokknum skortir tólf þingsæti til að ná meirihluta og segir í blaðinu að áhrifamenn innan flokksins telji að árangurinn ætti að vera mun betri nú, þegar niðurskurður ríkisstjórnarinnar er farinn að bitna á almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×