Íslenski boltinn

Heimir áfram með FH - skrifaði undir tveggja ára samning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Vilhelm
FH hefur gengið frá tveggja ára samningi við Heimi Guðjónsson. Heimir hefur þjálfað liðið frá árinu 2007. Þetta kemur fram á fhingar.net í kvöld.

Heimir tók við liðinu af Ólafi Jóhannessyni árið 2007 en hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Hann gerði FH-inga að Íslandsmeisturum fyrstu tvö tímabil sín með liðið. Liðið hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili með jafnmörg stig og Breiðablik en lakari markatölu.

Heimir spilaði upp yngri flokka með KR og með meistaraflokki félagsins lengi vel. Hann gekk til liðs við FH árið 2001 eftir tvö tímabil með ÍA.

„Stjórn knattspyrnudeildar mjög ánægð með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis áfram,“ segir á fhingar.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×