Erlent

Reyndist vera með lífsmarki í líkfrystinum

Móðirin reyndist vera með lífsmarki.
Móðirin reyndist vera með lífsmarki.
Brasilísk kona á sextugsaldri var úrskurðuð látin og flutt í líkhús þar sem hún dvaldi í tvo tíma áður en í ljós kom að hún var enn á lífi.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum var það dóttir hennar sem vildi fá að sjá lík móður sinnar sem var talin hafa látist af völdum lungnabólgu, en áður hafði hún fengið tvö hjartaáföll. Læknir úrskurðaði konuna látna.

Tveimur klukkutímum síðar fékk dóttir konunnar að sjá móðir sína. Hún faðmaði líkama hennar og fann þá að móðir sín andaði.

„Ég öskraði þá að móðir mín væri á lífi. Þeir störðu þá á mig eins og ég væri brjáluð," sagði Rosangela Celestrino í viðtali við brasilíska fjölmiðla.

Það kom svo sannarlega í ljós að Rosangela var alls ekki brjáluð, móðir hennar var með lífsmarki. Hún var umsvifalaust færð á spítala til frekari aðhlynningar.

Þetta er í annað skiptið á örfáum mánuðum sem annað eins gerist. Síðast dvaldi kona um fimmtugt í sólahring í líkhúsi í Suður-Afríku, áður en henni tókst að gera vart við sig.

Vísir greindi frá því í gær að tyrkneskt líkhús hefur látið koma fyrir hreyfiskynjurum í líkfrysta sína til þess að fyrirbyggja að einstaklingar, sem hafa verið úrskurðaðir látnir of snemma, endi ævi sína í líkfrystinum.


Tengdar fréttir

Komu hreyfiskynjurum fyrir í líkfrystum

Líkhús í Tyrklandi hefur komið fyrir hreifiskynjara í líkfrystum ef svo sérkennilega vildi til að eitthvert líkið risi upp frá dauðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×