Milljón fermetrar af bílum Haukur Logi Karlsson skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar