Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk skrifa 4. október 2025 09:02 Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Akureyri Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun