Milljón fermetrar af bílum Haukur Logi Karlsson skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun