Erlent

Indverskar herþotur í leyfisleysi í Pakistanskri lofthelgi

Hryðjuverkaárásirnar í Mumbai hafa valdið mikilli spennu á milli Indlands og Pakistans.
Hryðjuverkaárásirnar í Mumbai hafa valdið mikilli spennu á milli Indlands og Pakistans.
Pakistönsk yfirvöld segja að indverskar herþotur hafi farið í óleyfi inn í pakistanska lofthelgi í dag. Upplýsingaráðherra Pakistans sagði áhyggjur af málinu óþarfar. Indversk stjórnvöld hefðu sagt þetta óvart gert.

Ekkert hefur hinsvegar heyrst frá Indverskum stjórnvöldum um málið. Mikil spenna hefur verið milli kjarnorkuveldanna tveggja í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Mumbai í lok nóvember, en indversk yfirvöld kenna pakistönskum vígamönnum um ódæðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×