Innlent

Unglingspiltur alvarlega særður eftir hnífsstungu

Átján ára piltur var stunginn með hnífi við Hverfisgötu í Reykjavík snemma í morgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að áverkar þolandans séu alvarlegir og muni lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum síðar í dag. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×