Innlent

Fleiri styðja aðildarviðræður við ESB

Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Heldur fleiri aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins styðja aðildarviðræður að Evrópusambandinu en eru gegn því, samkvæmt könnun sem samtökin gerðu og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greinir frá á heimasíðu sinni.

Björn segir að 43 prósent aðildarfélaganna séu jákvæð gagnvart viðræðum, 40 prósent séu því andvíg og 17 prósent eru óákveðin. Forystumenn Landssambands útvegsmanna, LÍÚ, hafa hótað að ganga úr Samtökum atvinnulífsins ef samtökin beiti sér fyrir aðildarviðræðum að

Evrópusambandinu og miklar deilur urðu innan stjórnar samtakanna þegar ákveðið var að gera könnun á hug aðildarfélaganna til Evrópusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×