Hæpin auglýsing Tómas Guðbjartsson skrifar 11. maí 2020 13:00 Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. Eins og búast mátti við bárust kvartanir frá aðilum eins og Krabbameinsfélaginu en þyngra vó þó ákvörðun Facebook að neita að birta auglýsinguna. Borgarleikhúsið brást við með því að fjarlægja sígarettuna en halda teikningunni að öðru leyti óbreyttri. Þetta var klaufaleg ákvörðun og hefði verið nær að fjarlægja myndina og koma með aðra betri í staðinn. Ég vil taka skýrt fram að ritskoðun er mér almennt ekki að skapi og ég trúi á frelsi listarinnar - sem á að vera ögrandi. Mér finnst Bubbi líka frábær listamaður. En það var smekklaust hjá auglýsingastofunni sem stýrði herferðinni að velja akkúrat þessa mynd til að auglýsa söngleik um ævi þessa konungs. Það eru til þúsundir af flottum myndum af Bubba og óþarfi að sýna hann reykjandi, enda löngu hættur að reykja og í dag tengja flestir tengja hann við heilbrigðan lífsstíl. Borgarleikhúsið hefði heldur aldrei átt að samþykkja þessa mynd sem „andlit“ auglýsingaherferðarinnar. Reykingar eru dauðans alvara og taldar kosta íslenskt þjóðfélag allt að 80 milljarða á ári. Annað algengasta krabbamein á Íslandi, lungnakrabbamein, er í allt að 90% tilfella rakið beint til reykinga. Úr því látast 140 Íslendingar á hverju ári, fleiri en úr nokkru öðru krabbameini og fleiri einstaklingar en samanlagt úr brjósta- blöðruháls- og ristilkrabbameini (1). Lungnakrabbameinssjúklinga hitti ég á hverjum degi í starfi mínu sem skurðlæknir og engu sjá þeir jafn mikið eftir og að hafa byrjað að reykja. Tóbaksreykingar eiga einnig stóran þátt í fjölda annarra krabbameina og skýra allt að fjórðung allra hjartaáfalla - sem ásamt krabbameini er algengasta dánarorsökin á Íslandi. Sem betur fer hafa tóbaksvarnir skilað frábærum árangri á Íslandi og í dag reykja aðeins 6% fullorðinna daglega og önnur 3% sjaldnar en daglega (2)- sem er heimsmet sem við deilum með Svíum. Sem samfélag erum við þó enn að borga fyrir reykingar fyrri áratuga - og það enga smápeninga. Enn mikilvægara er þó hversu marga Íslendinga reykingar leggja að velli - mannslíf sem ekki er hægt að meta til fjár. Góður árangur í tóbaksvörnum hérlendis hefði aldrei náðst án mikilla takmarkana á aðgengi og háu tóbaksverði. Sennilega hefur þó skipt enn meira máli í þessari baráttu að „af-kúla“ reykingar sem fyrirbæri, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Það hefur m.a. verið gert með lögum frá 2001 sem banna að tóbak sé sýnt sem söluvara í auglýsingum og kynningarefni. Þessi lög eru ekki byggð á tilfinningu því stórar vísindarannsóknir, m.a frá Bandaríkjunum, hafa sýnt að aukinn sýnileiki tóbaksreykinga í kvikmyndum eykur áhuga ungs fólks að prófa reykingar (3). Því hafa mörg ríki heims eins og Bandaríkjamenn og Kínverjar sett enn strangari lög í þessum tilgangi - og það af illri nauðsyn því í sumum þessum löndum eru reykingar enn risastór heilbrigðisfaraldur. Ég átta mig fyllilega á því að mörk á milli lista og auglýsinga geta verið óljós. Í þessu tilviki þykir mér þó augljós að um auglýsingu og kynningarefni er að ræða og Bubbi, sem er fyrirmynd margra, er sýndur kúl og reykjandi. Sem samfélag verðum við að spyrja okkur hvaða skilaboð við viljum senda börnum okkar og unglingum? Ég ætla ekki að fullyrða að þessi auglýsing sé ólögleg en mér finnst hún hallærisleg, óþörf og sendir skrítin skilaboð inn í reykingavarnabaráttu sem gengið hefur vonum framar. Einnig vekur furðu mína að fjöldi mikilsvirts fólks skuli setja myndir af sér reykjandi inn á fésbókina - og það „Bubba til stuðnings“! Á ekki bara að tagga börnin og barnabörnin líka? Sumir fjölmiðlar hafa dansað í kringum þennan gjörning sem mér þykir enn hallærislegri en auglýsingin sjálf. Sennilega hefur þó tilgangi auglýsingastofunnar verið náð - þ.e. að vekja athygli á söngleiknum og selja fleiri miða. Stöngin inn sem PR-strategía - eða? Dæmi hver fyrir sig. Heimildir: 1. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands 2. Embætti Landlæknis (maí 2020). 3. Morgenstern og fél. Smoking in movies and adolescent smoking: cross-cultural study in six European countries. Thorax 2011; 875-883. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Menning Tómas Guðbjartsson Áfengi og tóbak Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel. Eins og búast mátti við bárust kvartanir frá aðilum eins og Krabbameinsfélaginu en þyngra vó þó ákvörðun Facebook að neita að birta auglýsinguna. Borgarleikhúsið brást við með því að fjarlægja sígarettuna en halda teikningunni að öðru leyti óbreyttri. Þetta var klaufaleg ákvörðun og hefði verið nær að fjarlægja myndina og koma með aðra betri í staðinn. Ég vil taka skýrt fram að ritskoðun er mér almennt ekki að skapi og ég trúi á frelsi listarinnar - sem á að vera ögrandi. Mér finnst Bubbi líka frábær listamaður. En það var smekklaust hjá auglýsingastofunni sem stýrði herferðinni að velja akkúrat þessa mynd til að auglýsa söngleik um ævi þessa konungs. Það eru til þúsundir af flottum myndum af Bubba og óþarfi að sýna hann reykjandi, enda löngu hættur að reykja og í dag tengja flestir tengja hann við heilbrigðan lífsstíl. Borgarleikhúsið hefði heldur aldrei átt að samþykkja þessa mynd sem „andlit“ auglýsingaherferðarinnar. Reykingar eru dauðans alvara og taldar kosta íslenskt þjóðfélag allt að 80 milljarða á ári. Annað algengasta krabbamein á Íslandi, lungnakrabbamein, er í allt að 90% tilfella rakið beint til reykinga. Úr því látast 140 Íslendingar á hverju ári, fleiri en úr nokkru öðru krabbameini og fleiri einstaklingar en samanlagt úr brjósta- blöðruháls- og ristilkrabbameini (1). Lungnakrabbameinssjúklinga hitti ég á hverjum degi í starfi mínu sem skurðlæknir og engu sjá þeir jafn mikið eftir og að hafa byrjað að reykja. Tóbaksreykingar eiga einnig stóran þátt í fjölda annarra krabbameina og skýra allt að fjórðung allra hjartaáfalla - sem ásamt krabbameini er algengasta dánarorsökin á Íslandi. Sem betur fer hafa tóbaksvarnir skilað frábærum árangri á Íslandi og í dag reykja aðeins 6% fullorðinna daglega og önnur 3% sjaldnar en daglega (2)- sem er heimsmet sem við deilum með Svíum. Sem samfélag erum við þó enn að borga fyrir reykingar fyrri áratuga - og það enga smápeninga. Enn mikilvægara er þó hversu marga Íslendinga reykingar leggja að velli - mannslíf sem ekki er hægt að meta til fjár. Góður árangur í tóbaksvörnum hérlendis hefði aldrei náðst án mikilla takmarkana á aðgengi og háu tóbaksverði. Sennilega hefur þó skipt enn meira máli í þessari baráttu að „af-kúla“ reykingar sem fyrirbæri, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Það hefur m.a. verið gert með lögum frá 2001 sem banna að tóbak sé sýnt sem söluvara í auglýsingum og kynningarefni. Þessi lög eru ekki byggð á tilfinningu því stórar vísindarannsóknir, m.a frá Bandaríkjunum, hafa sýnt að aukinn sýnileiki tóbaksreykinga í kvikmyndum eykur áhuga ungs fólks að prófa reykingar (3). Því hafa mörg ríki heims eins og Bandaríkjamenn og Kínverjar sett enn strangari lög í þessum tilgangi - og það af illri nauðsyn því í sumum þessum löndum eru reykingar enn risastór heilbrigðisfaraldur. Ég átta mig fyllilega á því að mörk á milli lista og auglýsinga geta verið óljós. Í þessu tilviki þykir mér þó augljós að um auglýsingu og kynningarefni er að ræða og Bubbi, sem er fyrirmynd margra, er sýndur kúl og reykjandi. Sem samfélag verðum við að spyrja okkur hvaða skilaboð við viljum senda börnum okkar og unglingum? Ég ætla ekki að fullyrða að þessi auglýsing sé ólögleg en mér finnst hún hallærisleg, óþörf og sendir skrítin skilaboð inn í reykingavarnabaráttu sem gengið hefur vonum framar. Einnig vekur furðu mína að fjöldi mikilsvirts fólks skuli setja myndir af sér reykjandi inn á fésbókina - og það „Bubba til stuðnings“! Á ekki bara að tagga börnin og barnabörnin líka? Sumir fjölmiðlar hafa dansað í kringum þennan gjörning sem mér þykir enn hallærislegri en auglýsingin sjálf. Sennilega hefur þó tilgangi auglýsingastofunnar verið náð - þ.e. að vekja athygli á söngleiknum og selja fleiri miða. Stöngin inn sem PR-strategía - eða? Dæmi hver fyrir sig. Heimildir: 1. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands 2. Embætti Landlæknis (maí 2020). 3. Morgenstern og fél. Smoking in movies and adolescent smoking: cross-cultural study in six European countries. Thorax 2011; 875-883.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar