Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar 4. ágúst 2025 14:01 Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun