Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 10:03 Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. Í stað þess að tala um „leyni“ starfsemi þurfum við að ræða um greiningargetu, upplýsingasöfnun og áhættumat en allt innan ramma sem tryggir aðkomu Alþingis, virka eftirlitsaðila og lagaramma sem verndar réttindi borgaranna. Ef það er rétt skilið að hugmyndin sé að slíkur aðili yrði staðsettur undir utanríkisráðuneytið, verðum við að fá skýringar: Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats? Er þá verið að íhuga að stjórnsýsla Íslands fari að starfrækja leynilegar aðgerðir erlendis? Hver eru þá „leyndarmálin“ sem á að sækjast eftir? Slíkar vangaveltur eiga ekkert erindi í alvarlega umræðu nema að vera grundvallaðar í þekkingu, nauðsyn og lýðræðislegum ferlum. Hingað til hefur umræðan verið yfirborðskennd og á köflum barnaleg. Það þarf vart að minna á að íslensk stjórnsýsla glímir nú þegar við skort á gagnsæi og ráðherrar fara með of víðtækar valdheimildir án nægs aðhalds. Dæmi um þetta má finna þegar að utanríkisráðherra, sem var í starfsstjórn og hafði þar með ekki formlegt umboð til að gera bindandi samninga, undirritaði fyrir luktum dyrum framlengingu á varnarsamningi við Bandaríkin án samráðs við Alþingi. Slík stjórnsýsla er lýðræðinu hættuleg. Þar af leiðandi er það afar óvarlegt að setja „leyndar“-starfsemi í hendur ráðuneytis sem þegar hefur brugðist trausti í mikilvægum öryggismálum. Við þurfum greiningargetu það er ljóst. Við þurfum að geta metið ógnir og stutt við ákvarðanatöku með vandaðri upplýsingavinnslu. En slíkt verður að gerast með aðkomu Alþingis og virkum lagaramma. Slík greining má ekki verða til í laumi og án opinnar umræðu með sérfræðingum, hagsmunaaðilum og almenningi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að flest lýðræðisríki í dag nota ekki orðið „leyni“ eða „secret“ í heitum leyni- eða öryggisþjónustu sinna. Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra ríkja kalla þessar stofnanir einfaldlega „greiningarstofnanir“ eða „öryggisstofnanir“. Undantekningarnar eru Bretland, þar sem MI6 heitir Secret Intelligence Service stofnað árið 1909, og Ástralía með Australian Secret Intelligence Service stofnað 1957. Það segir sitt að meirihluti lýðræðisríkja forðast að ramma slíka starfsemi inn í orðræðu um leynd og dularfullar aðgerðir. Það er vegna þess að slíkt grefur undan trausti og gagnsæi. En fyrst verðum við að skilgreina tilganginn: Er verið að tala um innlenda eða erlenda greiningarstarfsemi? Sjálf tel ég ekki þörf fyrir sérstaka erlenda njósnaþjónustu. Ísland getur byggt á samstarfi við erlendar greiningarstofnanir og sameiginlegri upplýsingamiðlun innan varnarsviðs utanríkisráðuneytisins. Ég tel okkur ekki hafa bolmagn né fé til að standa í eigin upplýsingaöflun erlendis svo vel sé. Það sem vantar miklu frekar er fagleg innlend greiningardeild sem vinnur náið með lögreglu, með áherslu á netógnir, skipulagða glæpastarfsemi og vaxandi öfgaöfl. Við verðum að horfast í augu við að samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu tvo áratugi. Efnahagslegt misrétti, félagsleg útilokun og jaðarsetning fólks getur orðið undanfari öfgahreyfinga og við sjáum slíkt nú þegar gerast. Ísland hefur lítið sem ekkert gert til að greina þessi vandamál eða móta stefnu gegn þeim. Í stað þess að láta okkur dreyma um njósnamyndir úr kalda stríðinu, þurfum við að byggja greiningarstarfsemi okkar á íslenskum raunveruleika. Hún þarf að vera fagleg, opin gagnvart eftirliti og byggð á skýru hlutverki. Hún má aldrei verða verkfæri til að hefta tjáningarfrelsi, friðsamleg mótmæli eða borgaralega þátttöku. Við skulum hætta að tala um leyndarmál og byrja að tala um skynsemi. Við þurfum snjalla greiningu, ekki „leyniþjónustu“. Höfundur hefur starfað sem öryggis- og þróunarsérfræðingur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. Í stað þess að tala um „leyni“ starfsemi þurfum við að ræða um greiningargetu, upplýsingasöfnun og áhættumat en allt innan ramma sem tryggir aðkomu Alþingis, virka eftirlitsaðila og lagaramma sem verndar réttindi borgaranna. Ef það er rétt skilið að hugmyndin sé að slíkur aðili yrði staðsettur undir utanríkisráðuneytið, verðum við að fá skýringar: Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats? Er þá verið að íhuga að stjórnsýsla Íslands fari að starfrækja leynilegar aðgerðir erlendis? Hver eru þá „leyndarmálin“ sem á að sækjast eftir? Slíkar vangaveltur eiga ekkert erindi í alvarlega umræðu nema að vera grundvallaðar í þekkingu, nauðsyn og lýðræðislegum ferlum. Hingað til hefur umræðan verið yfirborðskennd og á köflum barnaleg. Það þarf vart að minna á að íslensk stjórnsýsla glímir nú þegar við skort á gagnsæi og ráðherrar fara með of víðtækar valdheimildir án nægs aðhalds. Dæmi um þetta má finna þegar að utanríkisráðherra, sem var í starfsstjórn og hafði þar með ekki formlegt umboð til að gera bindandi samninga, undirritaði fyrir luktum dyrum framlengingu á varnarsamningi við Bandaríkin án samráðs við Alþingi. Slík stjórnsýsla er lýðræðinu hættuleg. Þar af leiðandi er það afar óvarlegt að setja „leyndar“-starfsemi í hendur ráðuneytis sem þegar hefur brugðist trausti í mikilvægum öryggismálum. Við þurfum greiningargetu það er ljóst. Við þurfum að geta metið ógnir og stutt við ákvarðanatöku með vandaðri upplýsingavinnslu. En slíkt verður að gerast með aðkomu Alþingis og virkum lagaramma. Slík greining má ekki verða til í laumi og án opinnar umræðu með sérfræðingum, hagsmunaaðilum og almenningi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að flest lýðræðisríki í dag nota ekki orðið „leyni“ eða „secret“ í heitum leyni- eða öryggisþjónustu sinna. Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra ríkja kalla þessar stofnanir einfaldlega „greiningarstofnanir“ eða „öryggisstofnanir“. Undantekningarnar eru Bretland, þar sem MI6 heitir Secret Intelligence Service stofnað árið 1909, og Ástralía með Australian Secret Intelligence Service stofnað 1957. Það segir sitt að meirihluti lýðræðisríkja forðast að ramma slíka starfsemi inn í orðræðu um leynd og dularfullar aðgerðir. Það er vegna þess að slíkt grefur undan trausti og gagnsæi. En fyrst verðum við að skilgreina tilganginn: Er verið að tala um innlenda eða erlenda greiningarstarfsemi? Sjálf tel ég ekki þörf fyrir sérstaka erlenda njósnaþjónustu. Ísland getur byggt á samstarfi við erlendar greiningarstofnanir og sameiginlegri upplýsingamiðlun innan varnarsviðs utanríkisráðuneytisins. Ég tel okkur ekki hafa bolmagn né fé til að standa í eigin upplýsingaöflun erlendis svo vel sé. Það sem vantar miklu frekar er fagleg innlend greiningardeild sem vinnur náið með lögreglu, með áherslu á netógnir, skipulagða glæpastarfsemi og vaxandi öfgaöfl. Við verðum að horfast í augu við að samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu tvo áratugi. Efnahagslegt misrétti, félagsleg útilokun og jaðarsetning fólks getur orðið undanfari öfgahreyfinga og við sjáum slíkt nú þegar gerast. Ísland hefur lítið sem ekkert gert til að greina þessi vandamál eða móta stefnu gegn þeim. Í stað þess að láta okkur dreyma um njósnamyndir úr kalda stríðinu, þurfum við að byggja greiningarstarfsemi okkar á íslenskum raunveruleika. Hún þarf að vera fagleg, opin gagnvart eftirliti og byggð á skýru hlutverki. Hún má aldrei verða verkfæri til að hefta tjáningarfrelsi, friðsamleg mótmæli eða borgaralega þátttöku. Við skulum hætta að tala um leyndarmál og byrja að tala um skynsemi. Við þurfum snjalla greiningu, ekki „leyniþjónustu“. Höfundur hefur starfað sem öryggis- og þróunarsérfræðingur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar