Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 10:03 Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. Í stað þess að tala um „leyni“ starfsemi þurfum við að ræða um greiningargetu, upplýsingasöfnun og áhættumat en allt innan ramma sem tryggir aðkomu Alþingis, virka eftirlitsaðila og lagaramma sem verndar réttindi borgaranna. Ef það er rétt skilið að hugmyndin sé að slíkur aðili yrði staðsettur undir utanríkisráðuneytið, verðum við að fá skýringar: Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats? Er þá verið að íhuga að stjórnsýsla Íslands fari að starfrækja leynilegar aðgerðir erlendis? Hver eru þá „leyndarmálin“ sem á að sækjast eftir? Slíkar vangaveltur eiga ekkert erindi í alvarlega umræðu nema að vera grundvallaðar í þekkingu, nauðsyn og lýðræðislegum ferlum. Hingað til hefur umræðan verið yfirborðskennd og á köflum barnaleg. Það þarf vart að minna á að íslensk stjórnsýsla glímir nú þegar við skort á gagnsæi og ráðherrar fara með of víðtækar valdheimildir án nægs aðhalds. Dæmi um þetta má finna þegar að utanríkisráðherra, sem var í starfsstjórn og hafði þar með ekki formlegt umboð til að gera bindandi samninga, undirritaði fyrir luktum dyrum framlengingu á varnarsamningi við Bandaríkin án samráðs við Alþingi. Slík stjórnsýsla er lýðræðinu hættuleg. Þar af leiðandi er það afar óvarlegt að setja „leyndar“-starfsemi í hendur ráðuneytis sem þegar hefur brugðist trausti í mikilvægum öryggismálum. Við þurfum greiningargetu það er ljóst. Við þurfum að geta metið ógnir og stutt við ákvarðanatöku með vandaðri upplýsingavinnslu. En slíkt verður að gerast með aðkomu Alþingis og virkum lagaramma. Slík greining má ekki verða til í laumi og án opinnar umræðu með sérfræðingum, hagsmunaaðilum og almenningi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að flest lýðræðisríki í dag nota ekki orðið „leyni“ eða „secret“ í heitum leyni- eða öryggisþjónustu sinna. Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra ríkja kalla þessar stofnanir einfaldlega „greiningarstofnanir“ eða „öryggisstofnanir“. Undantekningarnar eru Bretland, þar sem MI6 heitir Secret Intelligence Service stofnað árið 1909, og Ástralía með Australian Secret Intelligence Service stofnað 1957. Það segir sitt að meirihluti lýðræðisríkja forðast að ramma slíka starfsemi inn í orðræðu um leynd og dularfullar aðgerðir. Það er vegna þess að slíkt grefur undan trausti og gagnsæi. En fyrst verðum við að skilgreina tilganginn: Er verið að tala um innlenda eða erlenda greiningarstarfsemi? Sjálf tel ég ekki þörf fyrir sérstaka erlenda njósnaþjónustu. Ísland getur byggt á samstarfi við erlendar greiningarstofnanir og sameiginlegri upplýsingamiðlun innan varnarsviðs utanríkisráðuneytisins. Ég tel okkur ekki hafa bolmagn né fé til að standa í eigin upplýsingaöflun erlendis svo vel sé. Það sem vantar miklu frekar er fagleg innlend greiningardeild sem vinnur náið með lögreglu, með áherslu á netógnir, skipulagða glæpastarfsemi og vaxandi öfgaöfl. Við verðum að horfast í augu við að samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu tvo áratugi. Efnahagslegt misrétti, félagsleg útilokun og jaðarsetning fólks getur orðið undanfari öfgahreyfinga og við sjáum slíkt nú þegar gerast. Ísland hefur lítið sem ekkert gert til að greina þessi vandamál eða móta stefnu gegn þeim. Í stað þess að láta okkur dreyma um njósnamyndir úr kalda stríðinu, þurfum við að byggja greiningarstarfsemi okkar á íslenskum raunveruleika. Hún þarf að vera fagleg, opin gagnvart eftirliti og byggð á skýru hlutverki. Hún má aldrei verða verkfæri til að hefta tjáningarfrelsi, friðsamleg mótmæli eða borgaralega þátttöku. Við skulum hætta að tala um leyndarmál og byrja að tala um skynsemi. Við þurfum snjalla greiningu, ekki „leyniþjónustu“. Höfundur hefur starfað sem öryggis- og þróunarsérfræðingur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. Í stað þess að tala um „leyni“ starfsemi þurfum við að ræða um greiningargetu, upplýsingasöfnun og áhættumat en allt innan ramma sem tryggir aðkomu Alþingis, virka eftirlitsaðila og lagaramma sem verndar réttindi borgaranna. Ef það er rétt skilið að hugmyndin sé að slíkur aðili yrði staðsettur undir utanríkisráðuneytið, verðum við að fá skýringar: Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats? Er þá verið að íhuga að stjórnsýsla Íslands fari að starfrækja leynilegar aðgerðir erlendis? Hver eru þá „leyndarmálin“ sem á að sækjast eftir? Slíkar vangaveltur eiga ekkert erindi í alvarlega umræðu nema að vera grundvallaðar í þekkingu, nauðsyn og lýðræðislegum ferlum. Hingað til hefur umræðan verið yfirborðskennd og á köflum barnaleg. Það þarf vart að minna á að íslensk stjórnsýsla glímir nú þegar við skort á gagnsæi og ráðherrar fara með of víðtækar valdheimildir án nægs aðhalds. Dæmi um þetta má finna þegar að utanríkisráðherra, sem var í starfsstjórn og hafði þar með ekki formlegt umboð til að gera bindandi samninga, undirritaði fyrir luktum dyrum framlengingu á varnarsamningi við Bandaríkin án samráðs við Alþingi. Slík stjórnsýsla er lýðræðinu hættuleg. Þar af leiðandi er það afar óvarlegt að setja „leyndar“-starfsemi í hendur ráðuneytis sem þegar hefur brugðist trausti í mikilvægum öryggismálum. Við þurfum greiningargetu það er ljóst. Við þurfum að geta metið ógnir og stutt við ákvarðanatöku með vandaðri upplýsingavinnslu. En slíkt verður að gerast með aðkomu Alþingis og virkum lagaramma. Slík greining má ekki verða til í laumi og án opinnar umræðu með sérfræðingum, hagsmunaaðilum og almenningi. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að flest lýðræðisríki í dag nota ekki orðið „leyni“ eða „secret“ í heitum leyni- eða öryggisþjónustu sinna. Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra ríkja kalla þessar stofnanir einfaldlega „greiningarstofnanir“ eða „öryggisstofnanir“. Undantekningarnar eru Bretland, þar sem MI6 heitir Secret Intelligence Service stofnað árið 1909, og Ástralía með Australian Secret Intelligence Service stofnað 1957. Það segir sitt að meirihluti lýðræðisríkja forðast að ramma slíka starfsemi inn í orðræðu um leynd og dularfullar aðgerðir. Það er vegna þess að slíkt grefur undan trausti og gagnsæi. En fyrst verðum við að skilgreina tilganginn: Er verið að tala um innlenda eða erlenda greiningarstarfsemi? Sjálf tel ég ekki þörf fyrir sérstaka erlenda njósnaþjónustu. Ísland getur byggt á samstarfi við erlendar greiningarstofnanir og sameiginlegri upplýsingamiðlun innan varnarsviðs utanríkisráðuneytisins. Ég tel okkur ekki hafa bolmagn né fé til að standa í eigin upplýsingaöflun erlendis svo vel sé. Það sem vantar miklu frekar er fagleg innlend greiningardeild sem vinnur náið með lögreglu, með áherslu á netógnir, skipulagða glæpastarfsemi og vaxandi öfgaöfl. Við verðum að horfast í augu við að samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu tvo áratugi. Efnahagslegt misrétti, félagsleg útilokun og jaðarsetning fólks getur orðið undanfari öfgahreyfinga og við sjáum slíkt nú þegar gerast. Ísland hefur lítið sem ekkert gert til að greina þessi vandamál eða móta stefnu gegn þeim. Í stað þess að láta okkur dreyma um njósnamyndir úr kalda stríðinu, þurfum við að byggja greiningarstarfsemi okkar á íslenskum raunveruleika. Hún þarf að vera fagleg, opin gagnvart eftirliti og byggð á skýru hlutverki. Hún má aldrei verða verkfæri til að hefta tjáningarfrelsi, friðsamleg mótmæli eða borgaralega þátttöku. Við skulum hætta að tala um leyndarmál og byrja að tala um skynsemi. Við þurfum snjalla greiningu, ekki „leyniþjónustu“. Höfundur hefur starfað sem öryggis- og þróunarsérfræðingur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun