Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 6. ágúst 2025 07:31 Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innflytjendamál Hælisleitendur Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar