Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 4. ágúst 2025 12:03 Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun