Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun