Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 15:00 Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun