Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar 6. ágúst 2025 08:30 Ég hef alltaf þráð að geta talað af virðingu og einlægni, án þess að hækka röddina eða fela mig. En, þegar ég reyni að tala í hópi titrar röddin, og stundum koma tár. Hjartað tekur við þegar orðin koma ekki. Samfélagið okkar er ekki alltaf tilbúið að taka á móti tilfinningum sem brjótast fram á óhefðbundinn hátt. En, ég er ekki að leita eftir vorkunn. Ég er að reyna að vera heill, tala ekki yfir neinn, heldur tjá mig af stillingu, með röddinni sem mér var gefið. Ég ólst ekki upp við skólaumhverfi þar sem rödd mín fékk pláss. Þögnin varð skjól. Og enn í dag, þegar ég tala í hópi, kviknar þetta forna varnarviðbragð og ég finn mig berskjaldaðan. Þessi þrá er ekki aðeins persónuleg. Hún er líka fagleg. Hún mótar hvernig ég vil mæta börnum og af hverju ég trúi því að menntun sé meira en fræðsla. Hún er samfélagsleg lækning. Hún er möguleiki til að rjúfa mynstur, til að gefa nýjum röddum rými og hún bjargar mannslífum. Ég hugsa oft um það hvernig von fæðist hjá barni. Hún er ekki alltaf stór eða hávær. Hún kviknar stundum í smáu augnabliki, þegar einhver mætir þér með augum, ekki orðum, enginn þrýstingur aðeins ró sem segir, „þú mátt tala þegar þú ert tilbúin“. Kannski er það sex ára barn í fyrsta bekk sem lyftir hönd, hikandi, í fyrsta sinn. Röddin er veikari en barnið átti von á, en kennarinn bregst ekki við með háværum hrósi, heldur með augnsambandi og rólegri röddu „Takk, viltu segja okkur meira?“. Ég sé fyrir mér að þarna kvikni vonin. Vonin um, að það skipti máli, rödd þess skipti máli. Að það sé í lagi að tala án þess að vera hávær, án þess að þurfa að vera fyndinn, án þess að fela hver maður er. Þetta er augnablik sem mótar barnshjarta. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég upplifði djúpan vanmátt sem kennari. Ég stóð fyrir framan bekkinn minn og það var allt á hvolfi. Þetta var mánudagur. Sá alræmdi dagur sem margir kennarar kvíða. Mánudagar eru dagar þar sem börnin koma saman aftur eftir helgar sem hafa oft litast af skjátíma, óreglu, og í sumum tilfellum óöryggi eða ógleði sem þau bera stundum með sér frá brotnum heimilum. Þennan mánudag var bekkurinn stjórnlaus. Ég reyndi að halda ró, en innra með mér fann ég mig smám saman brotna. Ég fann fyrir vanmætti, ekki vegna þess að ég kunni ekki að kenna, heldur vegna þess að það var svo margt í lífi þessara barna sem ég gat ekki stjórnað. Þennan dag var börnunum falið að búa til kynningu um fjölskylduna sína. Það virtist einfalt verkefni en svo komu spurningarnar. "En ég á tvær fjölskyldur. Á ég að setja báðar inn? Stjúppabbi er ömurlegur" Þessar spurningar lentu þungt á mér. Ekki vegna þess að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja, heldur vegna þess að ég þekkti þessa flækju of vel. Ég er sjálfur skilnaðarbarn, þó ég hafi ekki átt tvö heimili. Ég eignaðist stjúppabba og lærði snemma að fjölskylda getur litið mismunandi út og að tengsl eru ekki alltaf bundin við blóð eða lögformlegar skilgreiningar. Ég sagði þeim, "Þið megið ráða því sjálf" Þarna einmitt, í miðjum hamaganginum, ákvað ég að fara úr peysunni, hitinn í stofunni var orðinn ansi mikill. Það sem ég áttaði mig ekki á var að í leiðinni dró ég bolinn sem var undir upp með peysunni og þar stóð ég, eins konar kennslustofulíkan í hlutverki óvart berbrjósta þjóðfélagsþegns. Nemendur létu þetta ekki fram hjá sér fara, „Hvar er sixpakkinn?“ spurði einn. „Verður maður svona loðinn þegar maður verður stór?“ bætti annar við og börnin skríktu af hlátri. Það fyndna eða kannski sorglega var að þessi óvænta berun sigraði allar gerðir af tjáningu, líka hóflega tjáningu. Ég hefði aldrei náð slíkri athygli með vel ígrunduðaðri hugleiðingu um fjölskylduhugtakið eða stöðu litla bróður í annarri fjölskyldu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við skyndilega berun miðaldra kennara. Þau fóru að velta fyrir sér hlutverki allra í fjölskyldunni, "Hvað gerir litli bróðir í hinni fjölskyldunni?" "Er nýi maðurinn hennar mömmu þá stjúppabbi?" Þarna, í miðjum vanmætti, kviknaði von. Ekki í fullkominni stjórn eða friðsælu andrúmslofti, heldur í samtali. Í því að börnin fengu að tjá sig eins og þau eru, með sinni sögu, með sinni rödd. Og þegar þau fengu að segja sína flóknu sögu í einlægni, þá fór eitthvað að mýkjast, ekki bara í þeim, heldur líka í mér. Þegar menntun er manneskjuleg, verður hún að jarðvegi þar sem von vex. Ekki í gegnum próf eða mælikvarða, heldur í samskiptum þar sem barn finnur að það má vera til, segja eitthvað, hafa áhrif jafnvel þótt röddin titri. Þegar barn veit að rödd þess er örugg, líka þegar röddin öskrar eða grætur. Það má tala eins og það er. Það er erfitt að tala af mýkt í heimi sem verðlaunar hávaða. En við þurfum meira en nokkru sinni að kenna börnum að þau megi vera til, jafnvel þótt rödd þeirra sé hlédræg, hikandi eða klökk. Þessi lærdómur byrjar ekki í námsbókum, heldur í augnabliki, í augnsambandi, í hlustun og í nærveru. Ég skrifa þetta ekki sem manneskja sem hefur svör við öllu, heldur sá sem enn er að læra að tala og að hlusta. Sá sem stundum tárast í miðju orði, en heldur áfram. Af því að vonin lifir enn. Og stundum byrjar hún með einni spurningu, sagt af kennara við barn sem lyftir hikandi hendi, „Viltu segja okkur meira?“ Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf þráð að geta talað af virðingu og einlægni, án þess að hækka röddina eða fela mig. En, þegar ég reyni að tala í hópi titrar röddin, og stundum koma tár. Hjartað tekur við þegar orðin koma ekki. Samfélagið okkar er ekki alltaf tilbúið að taka á móti tilfinningum sem brjótast fram á óhefðbundinn hátt. En, ég er ekki að leita eftir vorkunn. Ég er að reyna að vera heill, tala ekki yfir neinn, heldur tjá mig af stillingu, með röddinni sem mér var gefið. Ég ólst ekki upp við skólaumhverfi þar sem rödd mín fékk pláss. Þögnin varð skjól. Og enn í dag, þegar ég tala í hópi, kviknar þetta forna varnarviðbragð og ég finn mig berskjaldaðan. Þessi þrá er ekki aðeins persónuleg. Hún er líka fagleg. Hún mótar hvernig ég vil mæta börnum og af hverju ég trúi því að menntun sé meira en fræðsla. Hún er samfélagsleg lækning. Hún er möguleiki til að rjúfa mynstur, til að gefa nýjum röddum rými og hún bjargar mannslífum. Ég hugsa oft um það hvernig von fæðist hjá barni. Hún er ekki alltaf stór eða hávær. Hún kviknar stundum í smáu augnabliki, þegar einhver mætir þér með augum, ekki orðum, enginn þrýstingur aðeins ró sem segir, „þú mátt tala þegar þú ert tilbúin“. Kannski er það sex ára barn í fyrsta bekk sem lyftir hönd, hikandi, í fyrsta sinn. Röddin er veikari en barnið átti von á, en kennarinn bregst ekki við með háværum hrósi, heldur með augnsambandi og rólegri röddu „Takk, viltu segja okkur meira?“. Ég sé fyrir mér að þarna kvikni vonin. Vonin um, að það skipti máli, rödd þess skipti máli. Að það sé í lagi að tala án þess að vera hávær, án þess að þurfa að vera fyndinn, án þess að fela hver maður er. Þetta er augnablik sem mótar barnshjarta. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég upplifði djúpan vanmátt sem kennari. Ég stóð fyrir framan bekkinn minn og það var allt á hvolfi. Þetta var mánudagur. Sá alræmdi dagur sem margir kennarar kvíða. Mánudagar eru dagar þar sem börnin koma saman aftur eftir helgar sem hafa oft litast af skjátíma, óreglu, og í sumum tilfellum óöryggi eða ógleði sem þau bera stundum með sér frá brotnum heimilum. Þennan mánudag var bekkurinn stjórnlaus. Ég reyndi að halda ró, en innra með mér fann ég mig smám saman brotna. Ég fann fyrir vanmætti, ekki vegna þess að ég kunni ekki að kenna, heldur vegna þess að það var svo margt í lífi þessara barna sem ég gat ekki stjórnað. Þennan dag var börnunum falið að búa til kynningu um fjölskylduna sína. Það virtist einfalt verkefni en svo komu spurningarnar. "En ég á tvær fjölskyldur. Á ég að setja báðar inn? Stjúppabbi er ömurlegur" Þessar spurningar lentu þungt á mér. Ekki vegna þess að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja, heldur vegna þess að ég þekkti þessa flækju of vel. Ég er sjálfur skilnaðarbarn, þó ég hafi ekki átt tvö heimili. Ég eignaðist stjúppabba og lærði snemma að fjölskylda getur litið mismunandi út og að tengsl eru ekki alltaf bundin við blóð eða lögformlegar skilgreiningar. Ég sagði þeim, "Þið megið ráða því sjálf" Þarna einmitt, í miðjum hamaganginum, ákvað ég að fara úr peysunni, hitinn í stofunni var orðinn ansi mikill. Það sem ég áttaði mig ekki á var að í leiðinni dró ég bolinn sem var undir upp með peysunni og þar stóð ég, eins konar kennslustofulíkan í hlutverki óvart berbrjósta þjóðfélagsþegns. Nemendur létu þetta ekki fram hjá sér fara, „Hvar er sixpakkinn?“ spurði einn. „Verður maður svona loðinn þegar maður verður stór?“ bætti annar við og börnin skríktu af hlátri. Það fyndna eða kannski sorglega var að þessi óvænta berun sigraði allar gerðir af tjáningu, líka hóflega tjáningu. Ég hefði aldrei náð slíkri athygli með vel ígrunduðaðri hugleiðingu um fjölskylduhugtakið eða stöðu litla bróður í annarri fjölskyldu. Það er einfaldlega ekki hægt að keppa við skyndilega berun miðaldra kennara. Þau fóru að velta fyrir sér hlutverki allra í fjölskyldunni, "Hvað gerir litli bróðir í hinni fjölskyldunni?" "Er nýi maðurinn hennar mömmu þá stjúppabbi?" Þarna, í miðjum vanmætti, kviknaði von. Ekki í fullkominni stjórn eða friðsælu andrúmslofti, heldur í samtali. Í því að börnin fengu að tjá sig eins og þau eru, með sinni sögu, með sinni rödd. Og þegar þau fengu að segja sína flóknu sögu í einlægni, þá fór eitthvað að mýkjast, ekki bara í þeim, heldur líka í mér. Þegar menntun er manneskjuleg, verður hún að jarðvegi þar sem von vex. Ekki í gegnum próf eða mælikvarða, heldur í samskiptum þar sem barn finnur að það má vera til, segja eitthvað, hafa áhrif jafnvel þótt röddin titri. Þegar barn veit að rödd þess er örugg, líka þegar röddin öskrar eða grætur. Það má tala eins og það er. Það er erfitt að tala af mýkt í heimi sem verðlaunar hávaða. En við þurfum meira en nokkru sinni að kenna börnum að þau megi vera til, jafnvel þótt rödd þeirra sé hlédræg, hikandi eða klökk. Þessi lærdómur byrjar ekki í námsbókum, heldur í augnabliki, í augnsambandi, í hlustun og í nærveru. Ég skrifa þetta ekki sem manneskja sem hefur svör við öllu, heldur sá sem enn er að læra að tala og að hlusta. Sá sem stundum tárast í miðju orði, en heldur áfram. Af því að vonin lifir enn. Og stundum byrjar hún með einni spurningu, sagt af kennara við barn sem lyftir hikandi hendi, „Viltu segja okkur meira?“ Höfundur er mannvinur og kennari.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun