Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 16:01 Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun