Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 16:01 Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun