Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól. Þvílík reisn í málflutningi væri líklega vegin og léttvæg fundin ef þjálfari kappliðs í boltaleikjum léti slíka dælu ganga yfir liðsmenn áður en þeir hefja leik við önnur lið sem kynnu eitthvað fyrir sér í íþróttinni: „Við erum svo smá og lítil, andstæðingarnir miklu betri og best væri að gefa leikinn áður en hann fer fram því annars gætum við tapað!” Slíkur þjálfari yrði snarlega rekinn og annar fenginn til að blása liðsmönnum djörfung í brjóst og ganga fullir sjálfstrausts til leiks. Með slíkt hugarfar höfum við oft unnið kappleiki enda þótt einhverjir hafi fyrir fram efast um að það hafi verið mögulegt. Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð. Það er mikill misskilningur að menn og þjóðir afli sér fylgis við málstað með því að vera ekki í sambandi við aðrar þjóðir, einangra sig frá alþjóðlegu samstarfi og hlaupa niður í sínar holur. Þvert á móti sýnir reynslan að stolt þjóð með yfirvegaðan málstað og einarða málafylgju nær árangri með því að eiga sem best samstarf við aðrar þjóðir, án minnimáttarkenndar sem dregur einasta þrótt úr samfélaginu og þeim sem það mynda. Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun. Ísland er því raunverulega sjálfstætt í bestu merkingu orðsins aukinheldur að vera stolt þjóð meðal þjóða. Ekki óttaslegin við að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi með kostum þess og göllum og njóta góðs af þeim afrakstri. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar