Erlent

Brennandi lögregluþjónar í Grikklandi

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn reyna að slökkva í félaga sínum sem varð fyrir bensínsprengju.
Lögreglumenn reyna að slökkva í félaga sínum sem varð fyrir bensínsprengju. MYND/AP

Grískir lögreglumenn hafa haft í nógu að snúast síðan félagi þeirra skaut fimmtán ára pilt til bana fyrir viku.

Á meðfylgjandi mynd reyna lögreglumenn að slökkva í logandi félaga sínum sem varð fyrir bensínsprengju mótmælenda.

Linnulausar óeirðir hafa verið í Grikklandi alla vikuna. Það hefur haft alvarleg áhrif á efnahag landsins sem var veikur fyrir, meðal annars vegna kreppunnar.

Kveikt hefur verið í hundruðum verslana og önnur skemmdarverk unnin.

Grískir kaupmenn segja að þetta geri endanlega út um jólaverslunina. Búast má við enn meira atvinnuleysi í landinu eftir áramót, þegar verslanir og fyrirtæki fara á hausinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×