Innlent

Tíu drukknir undir stýri í höfuðborginni

Tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Mikið snjóaði í höfuðborginni, og urðu tólf minniháttar umferðaróhöpp sem rekja má til færðarinnar. Engin meiðsl urðu á fólki, en þrír ökumannanna eru grunaðir um ölvun við akstur. Á Akureyri endaði för eins ökumanns á ljósastaur. Hann sakaði ekki, en reyndist undir áhrifum áfengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×