Innlent

Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður um tvítugt sem stakk jafnaldra sinn fyrir utan skemmtistað við Hverfisgötu snemma í morgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18 desember. Mennirnir þekktust, en ekki er vitað nánar hvaða tengsl voru þeirra á milli.

Maðurinn var stunginn vinstra megin í brjósthol og voru áverkarnir lífshættulegir. Líðan hans er þó stöðug.








Tengdar fréttir

Unglingspiltur alvarlega særður eftir hnífsstungu

Átján ára piltur var stunginn með hnífi við Hverfisgötu í Reykjavík snemma í morgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar. Áverkar þolandans eru alvarlegir og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×