Fátækir fá enga pelsa sem fara í dýraathvörf með blessun PETA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Fjölskylduhjálp Íslands er hætt við að úthluta fátækum pelsum sem dýraverndunarsamtökin PETA fluttu til landsins í því skyni. „Skjólstæðingar okkar skipta þúsundum og því getum við ekki gert upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi. Heimilislausir hafa nú þegar fengið pelsa til að halda á sér hita í óupphituðum húsakynnum og hriplekum kofum,“ segir í tilkynningu Fjölskylduhjálparinnar, sem kveðst munu ráðstafa pelsunum í dýraathvörf hérlendis. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, upplýsti á þriðjudag að tekist hefði að þvo úr tveimur pelsum umdeildar merkingar sem PETA málaði til að hindra endursölu og þar með að pelsarnir yrðu gerðir að féþúfu. Sonul Badiani Hamment, sem fylgdi PETA-pelsunum hingað til lands, tók slíkt hins vegar ekki í mál og sagðist mundu fara með pelsana aftur utan ef það stæði til. Eins og kunnugt er var úthlutun pelsanna gagnrýnd harðlega og sögð meðal annars siðferðislega ámælisverð með því að merkja fátækt fólk sem slíkt og nota það í kynningarstarfsemi. Olivia Jordan, fjölmiðlafulltrúi hjá PETA, segir samtökin áður hafa gefið pelsa með þessum hætti allt frá San Francisco til Sýrlands og ávallt fengið þakkir fyrir. Þau viti af gagnrýni á úthlutun pelsanna hérlendis og séu sátt við ráðstöfun þeirra. „Við erum ánægð með að allir ónotaðir pelsar verði gefnir í dýraathvörf í bæli til að hlúa að særðum og munaðarlausum dýrum,“ segir Olivia sem kveður þessa leið einmitt áður hafa verið farna á Englandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er hætt við að úthluta fátækum pelsum sem dýraverndunarsamtökin PETA fluttu til landsins í því skyni. „Skjólstæðingar okkar skipta þúsundum og því getum við ekki gert upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi. Heimilislausir hafa nú þegar fengið pelsa til að halda á sér hita í óupphituðum húsakynnum og hriplekum kofum,“ segir í tilkynningu Fjölskylduhjálparinnar, sem kveðst munu ráðstafa pelsunum í dýraathvörf hérlendis. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, upplýsti á þriðjudag að tekist hefði að þvo úr tveimur pelsum umdeildar merkingar sem PETA málaði til að hindra endursölu og þar með að pelsarnir yrðu gerðir að féþúfu. Sonul Badiani Hamment, sem fylgdi PETA-pelsunum hingað til lands, tók slíkt hins vegar ekki í mál og sagðist mundu fara með pelsana aftur utan ef það stæði til. Eins og kunnugt er var úthlutun pelsanna gagnrýnd harðlega og sögð meðal annars siðferðislega ámælisverð með því að merkja fátækt fólk sem slíkt og nota það í kynningarstarfsemi. Olivia Jordan, fjölmiðlafulltrúi hjá PETA, segir samtökin áður hafa gefið pelsa með þessum hætti allt frá San Francisco til Sýrlands og ávallt fengið þakkir fyrir. Þau viti af gagnrýni á úthlutun pelsanna hérlendis og séu sátt við ráðstöfun þeirra. „Við erum ánægð með að allir ónotaðir pelsar verði gefnir í dýraathvörf í bæli til að hlúa að særðum og munaðarlausum dýrum,“ segir Olivia sem kveður þessa leið einmitt áður hafa verið farna á Englandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi. 25. janúar 2017 10:57