Brjóta lög með sjálfboðaliðum Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða vinnur í dreifbýli við landbúnað. vísir/stefán Bændur fá til sín hundruð sjálfboðaliða á hverju ári frá útlöndum sem ganga í hin ýmsu verk fyrir bændur. Alþýðusambandið hefur skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði í sameiningu með Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Að mati ASÍ er um klárt lögbrot að ræða. Formaður Bændasamtakanna tekur í sama streng. Á síðunni Workaway má nú finna um 180 auglýsingar þar sem Íslendingar óska eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Langflestar auglýsingar koma úr landbúnaði þar sem hjálpa á til við bústörf, kaffihús í ferðaþjónustu, sauðburð og allt mögulegt sem snýr að störfum í landbúnaði. Á annarri vefsíðu, Helpx, eru 76 auglýsingar frá Íslandi. Þar er óskað eftir sjálfboðaliðum við ísframleiðslu í Holtseli í Eyjafirði, sem er ísframleiðsla í samkeppnisrekstri.„Bændur eru að okkar mati stórtækir í því að fá til sín sjálfboðaliða að utan,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. „En um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamninga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf.“ Fréttablaðið hefur áður greint frá starfsemi Umhverfisstofnunar og umfangi sjálfboðaliða í þeirra starfsemi en þeir sinna rúmlega 1.700 vinnudögum fyrir stofnunina.Dröfn segir mikilvægt að bændur hætti þessum undirboðum því að um lögbrot sé að ræð. „Við höfum með ýmsum leiðum reynt að sporna við þessari þróun. Síðasta vor sendu bæði Alþýðusambandið og Starfsgreinasambandið út bréf til flestallra þeirra sem þá voru með auglýsingu á þessum vefjum. Fáir sinntu því nokkuð og auglýsingum fjölgaði. Við höfum einnig farið þess á leit við Bændasamtökin að þau skrifuðu undir svipaða yfirlýsingu og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir með okkur en því var hafnað,“ segir Dröfn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er sammála Alþýðusambandinu og hvetur bændur til að greiða laun eftir kjarasamningum. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu. Við erum með samning við Starfsgreinasambandið fyrir hönd bænda. Menn skulu fara eftir þeim samningum og við hvetjum alla bændur til að gera það,“ segir Sindri. „Ef menn eru að ráða starfsfólk þá eiga þeir að vera tilbúnir að greiða því í samræmi við kjarasamninga.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bændur fá til sín hundruð sjálfboðaliða á hverju ári frá útlöndum sem ganga í hin ýmsu verk fyrir bændur. Alþýðusambandið hefur skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði í sameiningu með Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins. Að mati ASÍ er um klárt lögbrot að ræða. Formaður Bændasamtakanna tekur í sama streng. Á síðunni Workaway má nú finna um 180 auglýsingar þar sem Íslendingar óska eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Langflestar auglýsingar koma úr landbúnaði þar sem hjálpa á til við bústörf, kaffihús í ferðaþjónustu, sauðburð og allt mögulegt sem snýr að störfum í landbúnaði. Á annarri vefsíðu, Helpx, eru 76 auglýsingar frá Íslandi. Þar er óskað eftir sjálfboðaliðum við ísframleiðslu í Holtseli í Eyjafirði, sem er ísframleiðsla í samkeppnisrekstri.„Bændur eru að okkar mati stórtækir í því að fá til sín sjálfboðaliða að utan,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. „En um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamninga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf.“ Fréttablaðið hefur áður greint frá starfsemi Umhverfisstofnunar og umfangi sjálfboðaliða í þeirra starfsemi en þeir sinna rúmlega 1.700 vinnudögum fyrir stofnunina.Dröfn segir mikilvægt að bændur hætti þessum undirboðum því að um lögbrot sé að ræð. „Við höfum með ýmsum leiðum reynt að sporna við þessari þróun. Síðasta vor sendu bæði Alþýðusambandið og Starfsgreinasambandið út bréf til flestallra þeirra sem þá voru með auglýsingu á þessum vefjum. Fáir sinntu því nokkuð og auglýsingum fjölgaði. Við höfum einnig farið þess á leit við Bændasamtökin að þau skrifuðu undir svipaða yfirlýsingu og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir með okkur en því var hafnað,“ segir Dröfn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er sammála Alþýðusambandinu og hvetur bændur til að greiða laun eftir kjarasamningum. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu. Við erum með samning við Starfsgreinasambandið fyrir hönd bænda. Menn skulu fara eftir þeim samningum og við hvetjum alla bændur til að gera það,“ segir Sindri. „Ef menn eru að ráða starfsfólk þá eiga þeir að vera tilbúnir að greiða því í samræmi við kjarasamninga.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira