Vilja að löglegt verði að móðga erlenda þjóðhöfðingja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 16:09 Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að grein sem leggur viðurlög við því að smána eða móðga erlenda þjóðhöfðingja verði felld úr gildi. Frumvarpið var fyrst lagt fram á 145. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu verður 95. grein almennra hegningarlaga lögð niður en hún hljóðar svo: „Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]“Dæmdur fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhundÍ greinargerð með frumvarpinu segir að á undanförnum misserum hafi talsvert verið þrengt að tjáningarfrelsi víða um heim og frelsi blaðamanna skert. Stjórnvöld í einstaka ríkjum hafi reynt að uppræta gagnrýna umræðu. Er vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá árinu 2002 þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá segir einnig í greinargerðinni að 95. greinin feli í sér „afar hörð viðurlög við því að smána erlend ríki, þjóðhöfðingja eða þjóðartákn á borð við fána. Lagaákvæðinu sé sjaldan beitt og er vísað í dóm sem rithöfundurinn Þórbergur Þórðarsson hlaut fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhund auk þess sem að skáldið Steinn Steinarr var dæmdur fyrir að smána hakakrossfána þýska nasistaflokksins. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að grein sem leggur viðurlög við því að smána eða móðga erlenda þjóðhöfðingja verði felld úr gildi. Frumvarpið var fyrst lagt fram á 145. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu verður 95. grein almennra hegningarlaga lögð niður en hún hljóðar svo: „Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]“Dæmdur fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhundÍ greinargerð með frumvarpinu segir að á undanförnum misserum hafi talsvert verið þrengt að tjáningarfrelsi víða um heim og frelsi blaðamanna skert. Stjórnvöld í einstaka ríkjum hafi reynt að uppræta gagnrýna umræðu. Er vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá árinu 2002 þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá segir einnig í greinargerðinni að 95. greinin feli í sér „afar hörð viðurlög við því að smána erlend ríki, þjóðhöfðingja eða þjóðartákn á borð við fána. Lagaákvæðinu sé sjaldan beitt og er vísað í dóm sem rithöfundurinn Þórbergur Þórðarsson hlaut fyrir að kalla Adolf Hitler blóðhund auk þess sem að skáldið Steinn Steinarr var dæmdur fyrir að smána hakakrossfána þýska nasistaflokksins.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira