Segja ríkisstjórnina lækka skatta með annarri hendinni en hækka með hinni Höskuldur Kári Schram skrifar 20. desember 2013 12:30 Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í morgun þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka vaxtabætur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta jafngilda tugþúsunda skattahækkun á millitekjufólk. Þetta kom fram í atkvæðagreiðslu um tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarpsins. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði að með lækkun vaxtabóta væri ríkisstjórnin að hækka skatta á millitekjufólk. „20 milljóna íbúðalán er skattahækkun á millitekjufjölskyldur um tuttugu þúsund krónur á mánuði. það er nú öll varðstaða þessarar ríkisstjórnar um millistéttina,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra tók í sama streng. „Hér erum við komin langt til baka hvað varðar stuðning við tekjulágar fjölskyldur með þungar greiðslubyrði af íbúðalánum,“ sagði Steingrímur. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ríkisstjórnin væri í raun taka til baka fjármuni frá almenningi. „Hér er stjórnarmeirihlutinn í raun og veru að taka til baka það sem hann er nýbúinn að gefa til millitekjufólks í landinu. Svona er þetta nú stundum. Mjög oft, sýnist mér, er farið í ívilnandi aðgerðir með pompi og prakt og með hinni höndinni er síðan farið í íþyngjandi aðgerðir til að taka ágóðann allan til baka,“ sagði Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um villandi málflutning. Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði gripið til margvíslegra aðgerða til að hjálpa heimilum í landinu og benti meðal annars á skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, lækkun á millitekjuskatti og lækkun á virðisaukaskatti á taubleyjum. „Þegar þetta er allt saman virt heildstætt þá er það engum vafa undirorpið að ríkisstjórnin er að stíga stór skref til þess að létta undir með heimilunum í landinu,“ sagði Bjarni Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í morgun þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka vaxtabætur. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta jafngilda tugþúsunda skattahækkun á millitekjufólk. Þetta kom fram í atkvæðagreiðslu um tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarpsins. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði að með lækkun vaxtabóta væri ríkisstjórnin að hækka skatta á millitekjufólk. „20 milljóna íbúðalán er skattahækkun á millitekjufjölskyldur um tuttugu þúsund krónur á mánuði. það er nú öll varðstaða þessarar ríkisstjórnar um millistéttina,“ sagði Árni Páll. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra tók í sama streng. „Hér erum við komin langt til baka hvað varðar stuðning við tekjulágar fjölskyldur með þungar greiðslubyrði af íbúðalánum,“ sagði Steingrímur. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði að ríkisstjórnin væri í raun taka til baka fjármuni frá almenningi. „Hér er stjórnarmeirihlutinn í raun og veru að taka til baka það sem hann er nýbúinn að gefa til millitekjufólks í landinu. Svona er þetta nú stundum. Mjög oft, sýnist mér, er farið í ívilnandi aðgerðir með pompi og prakt og með hinni höndinni er síðan farið í íþyngjandi aðgerðir til að taka ágóðann allan til baka,“ sagði Guðmundur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um villandi málflutning. Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði gripið til margvíslegra aðgerða til að hjálpa heimilum í landinu og benti meðal annars á skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, lækkun á millitekjuskatti og lækkun á virðisaukaskatti á taubleyjum. „Þegar þetta er allt saman virt heildstætt þá er það engum vafa undirorpið að ríkisstjórnin er að stíga stór skref til þess að létta undir með heimilunum í landinu,“ sagði Bjarni
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira