Innlent

Helmingur telur mótmælafundi endurspegla afstöðu þjóðarinnar

Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf hennar. Alls telja 55,4% svarenda í skoðanakönnun MMR að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Af þeim sem segjast styðja ríkisstjórnina eru 18% sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Meðal þeirra sem eru andvígir ríkisstjórninni er þetta sama hlutfall aftur á móti tæp

80%.

Þegar horft til þess hvaða flokka fólk segist myndu kjósa ef gengið væri til kosninga í dag þá eru rétt um 9,9% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Aftur á móti eru tæp 56,6% Samfylkingarfólks og rúm 82,2% Vinstri grænna sem telja að mótmæla- og borgarafundir undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Könnunin er síma- og netkönnun og var hún framkvæmd dagana 2. til 5. dessember. Hún náði til fólks á aldrinum 18 til 67 ára úr þjóðskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×