Erlent

Bretar með þúsund milljarða undir koddanum

Þúsundir breskra sparifjáreigenda treysta ekki bankanum sínum í kjölfar Icesave málsins. Tryggingafélagið Abbey telur að um 5,4 milljarðar punda, eða tæpir þúsund milljarðar íslenskra króna, séu því undir koddum víðsvegar um Bretland og varar fyrirtækið fólk eindregið við því að hafa þennan háttinn á þar sem heimilistryggingar tryggi ekki þessa peninga.

Í úttekt Abbey kemur fram að 729 pund séu á að meðaltali geymd á hverju heimili en könnunin náði til um 4,6 milljóna heimila á Englandi. Síðustu tólf mánuði hafa 2,8 milljónir sparifjáreigenda tekið út um 700 pund á síðustu tólf mánuðum beinlínis í því augnamiði að geyma þá heldur heima.

Lendi viðkomandi hins vegar í því að óprúttnir aðilar brjótist inn eru peningarnir ótryggðir auk þess sem bankinn undir koddanum greiðir enga vexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×