UFC 181: Hvað gerir Pettis gegn Melendez? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. desember 2014 22:45 UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af! MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sjá meira
UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af!
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sjá meira