UFC 181: Hvað gerir Pettis gegn Melendez? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. desember 2014 22:45 UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af! MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Sjá meira
UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af!
MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Sjá meira