Innlent

Mótmælendur hittust á Arnarhóli í morgun

Hópur fólks mótmælti við Seðlabankann á dögunum.
Hópur fólks mótmælti við Seðlabankann á dögunum.

Hópur mótmælenda kom saman eldsnemma á Arnarhóli í morgun. Að sögn lögreglu var fylgst með hópnum en engin afskipti af honum höfð enda ekki ljóst hvað þeim gekk til. Lögregla segir að um 20 til 30 manns hafi verið að ræða og var hann á ferðinni um miðbæinn í einhvern tíma.

Á vefritinu Smugunni kemur fram að miðum hafi verið dreift um helgina þar sem boðað hafi verið til öðruvísi aðgerða en hingað til hafi verið stundaðar eins og friðsöm mótmæli um helgar. Þá segir að um hálfáttaleytið hafi hópurinn dreifst og það upplýst að nú yrði „stungið af úr kastljósi fjölmiðla og lögreglu" eins og Smugan orðar það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×