Íslensk ull til hamfarasvæðanna í Japan 8. apríl 2011 10:45 Þrjár japanskar konur sem búið hafa hér á landi áratugum saman hafa tekið sig saman og skipulagt átak sem miðar að því að senda íslenskan ullarfatnað til hamfarasvæðanna í Japan. Pósturinn hefufr slegist í lið með þeim og í aprílmánuði kostar ekkert að senda hlífðarfatnað til Japans. Konurnar, þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura, vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær. Í samstarfi við Póstinn vilja þær hvetja landsmenn til að leggja hamfarasvæðum Japans lið á þessum erfiðu tímum en landsmenn takast nú á við afleiðingar risajarðskjálftans og flóðbylgjunnar. „Þær voru búnar að hugsa lengi hvernig þær gætu lagt sitt af mörkum og komust að því að erfitt er að senda hjálpargögn á þau svæði sem verst urðu úti. Þær fengu upplýsingar um það að mikil þörf er á hlífðarfatnaði og byrjuðu þær því að hekla og prjóna úr íslensku ullinni. Á síðasta ári fóru þær á prjónanámskeið fyrir byrjendur þar sem þær kynntust gæðum íslensku ullarinnar sem þær segja að sé bæði létt og hlý," segir í tilkynningu. Þá hafa konurnar fengið Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í lið með sér þar sem allir keppast við að prjóna jafnt starfsfólk, vistfólk og aðstandendur þeirra. „Einnig hafa bæst í hópinn kvenfélagskonur í Grensáskirkju ásamt starfsfólki Hagstofu Íslands er þar vinnur Yayoi." „Viðræður hafa einnig átt sér stað við skólastjóra í Garðabæ, bæði í grunnskólum og framhaldsskólanum um að nemendur leggi málefninu lið með því að prjóna fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan." Konurnar óska nú eftir hlífðarfatnaði úr íslenskri ull eins og peysum, vettlingum, sokkum, húfum og treflum. Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt er um að gera að senda þeim Miyako, Yoko og Yayoi póst á netfangið hjalpumjapan@postur.is og þær munu koma sendingunum til skila á rétta staði þar sem þörf er á. „Þær hvetja einnig fólk að setja smá skilaboð inn í t.d. vettlinga, það skipti svo miklu máli á svona stundu að fá jákvæð skilaboð. Þær segja nú þegar vera snortnar yfir því hvað margir Íslendingar hafi áhuga á að hjálpa þeim sem illa urðu úti í hamförunum." Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þrjár japanskar konur sem búið hafa hér á landi áratugum saman hafa tekið sig saman og skipulagt átak sem miðar að því að senda íslenskan ullarfatnað til hamfarasvæðanna í Japan. Pósturinn hefufr slegist í lið með þeim og í aprílmánuði kostar ekkert að senda hlífðarfatnað til Japans. Konurnar, þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura, vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær. Í samstarfi við Póstinn vilja þær hvetja landsmenn til að leggja hamfarasvæðum Japans lið á þessum erfiðu tímum en landsmenn takast nú á við afleiðingar risajarðskjálftans og flóðbylgjunnar. „Þær voru búnar að hugsa lengi hvernig þær gætu lagt sitt af mörkum og komust að því að erfitt er að senda hjálpargögn á þau svæði sem verst urðu úti. Þær fengu upplýsingar um það að mikil þörf er á hlífðarfatnaði og byrjuðu þær því að hekla og prjóna úr íslensku ullinni. Á síðasta ári fóru þær á prjónanámskeið fyrir byrjendur þar sem þær kynntust gæðum íslensku ullarinnar sem þær segja að sé bæði létt og hlý," segir í tilkynningu. Þá hafa konurnar fengið Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í lið með sér þar sem allir keppast við að prjóna jafnt starfsfólk, vistfólk og aðstandendur þeirra. „Einnig hafa bæst í hópinn kvenfélagskonur í Grensáskirkju ásamt starfsfólki Hagstofu Íslands er þar vinnur Yayoi." „Viðræður hafa einnig átt sér stað við skólastjóra í Garðabæ, bæði í grunnskólum og framhaldsskólanum um að nemendur leggi málefninu lið með því að prjóna fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan." Konurnar óska nú eftir hlífðarfatnaði úr íslenskri ull eins og peysum, vettlingum, sokkum, húfum og treflum. Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt er um að gera að senda þeim Miyako, Yoko og Yayoi póst á netfangið hjalpumjapan@postur.is og þær munu koma sendingunum til skila á rétta staði þar sem þörf er á. „Þær hvetja einnig fólk að setja smá skilaboð inn í t.d. vettlinga, það skipti svo miklu máli á svona stundu að fá jákvæð skilaboð. Þær segja nú þegar vera snortnar yfir því hvað margir Íslendingar hafi áhuga á að hjálpa þeim sem illa urðu úti í hamförunum."
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira