Sex íslenskar konur lentu í lífsháska í Kambódíu Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 13:33 Ferjuslys eru því miður mjög algeng í Asíu, ekki síst vegna yfirfullra ferja. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira