Sex íslenskar konur lentu í lífsháska í Kambódíu Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 13:33 Ferjuslys eru því miður mjög algeng í Asíu, ekki síst vegna yfirfullra ferja. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira