Þingmenn metast um Icesave 8. apríl 2011 18:11 Tryggvi Þór Herbertsson. Mynd/Anton Vaxandi spennu gætir meðal þingmanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave samninginn sem fram fer á morgun en þess má sjá glögg merki í skeytasendingum milli nokkurra þingmanna í kjölfarið á tölvupósti sem hagfræðingurinn Gunnar Tómasson sendi þingmönnum og nokkrum fjölmiðlamönnum fyrr í dag. Erfitt er að halda því fram að umræðan sé upplýsandi eða málefnaleg. Í tölvubréfinu bendir Gunnar þingmönnum á skrif hagfræðingsins Michael Hudson um Icesave og þá ákvörðun meirihluta Alþingis að samþykkja samninginn. Með því gengur Alþingi Íslendinga erinda Breta og Hollendinga í stað eigin þjóðar, að mati Michael Hudson. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er heldur ósáttur með tölvupóstinn og svarar Gunnari um hæl í tölvubréfi sem hann sendir á alla þá sem fengu upphaflega póstinn frá Gunnari. „Gunnar ég hef nú aldrei svarað þér áður, en óskaplegt bull er þetta sem þú ert alltaf að senda.“ Þessu svarar Lilja Mósesdóttir, sem nú er utan þingflokka, og gefur lítið fyrir athugasemd Tryggva. „Maður sem titlar sig prófessor í hagfræði hlýtur að geta fært betri rök fyrir máli sínu en að eitthvað sé bull!!“ Gunnar svarar Tryggva einnig með eftirfarandi skrifum: „Bull – Mishkin – Askar – kokhreysti,“ og vísar m.a. til starfa Tryggva hjá Askar Capital og skrifa hans ásamt hagfræðingnum Fredrich Mishkin fyrir Viðskiptaráð tveimur árum fyrir hrun þar sem fram kom að litlar líkur væri á alvarlegum efnahagsþrenginum hér á landi. Því næst blandar Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sér í umræðuna. „Ágætu hagfræðingar. Hlífið okkur dauðlegum við þessum metingi ykkar sem er ekki áhugaverður.“ Tryggvi bregst skjótt við og tekur vel í sjónarmið Álfheiðar um leið og hann kallar hana Alfí. „Fyrir líffæðinga þessa heims og annars mun ég ekki svara neinu að áeggjan Alfí.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vaxandi spennu gætir meðal þingmanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave samninginn sem fram fer á morgun en þess má sjá glögg merki í skeytasendingum milli nokkurra þingmanna í kjölfarið á tölvupósti sem hagfræðingurinn Gunnar Tómasson sendi þingmönnum og nokkrum fjölmiðlamönnum fyrr í dag. Erfitt er að halda því fram að umræðan sé upplýsandi eða málefnaleg. Í tölvubréfinu bendir Gunnar þingmönnum á skrif hagfræðingsins Michael Hudson um Icesave og þá ákvörðun meirihluta Alþingis að samþykkja samninginn. Með því gengur Alþingi Íslendinga erinda Breta og Hollendinga í stað eigin þjóðar, að mati Michael Hudson. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er heldur ósáttur með tölvupóstinn og svarar Gunnari um hæl í tölvubréfi sem hann sendir á alla þá sem fengu upphaflega póstinn frá Gunnari. „Gunnar ég hef nú aldrei svarað þér áður, en óskaplegt bull er þetta sem þú ert alltaf að senda.“ Þessu svarar Lilja Mósesdóttir, sem nú er utan þingflokka, og gefur lítið fyrir athugasemd Tryggva. „Maður sem titlar sig prófessor í hagfræði hlýtur að geta fært betri rök fyrir máli sínu en að eitthvað sé bull!!“ Gunnar svarar Tryggva einnig með eftirfarandi skrifum: „Bull – Mishkin – Askar – kokhreysti,“ og vísar m.a. til starfa Tryggva hjá Askar Capital og skrifa hans ásamt hagfræðingnum Fredrich Mishkin fyrir Viðskiptaráð tveimur árum fyrir hrun þar sem fram kom að litlar líkur væri á alvarlegum efnahagsþrenginum hér á landi. Því næst blandar Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sér í umræðuna. „Ágætu hagfræðingar. Hlífið okkur dauðlegum við þessum metingi ykkar sem er ekki áhugaverður.“ Tryggvi bregst skjótt við og tekur vel í sjónarmið Álfheiðar um leið og hann kallar hana Alfí. „Fyrir líffæðinga þessa heims og annars mun ég ekki svara neinu að áeggjan Alfí.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira