"Atkvæði 18,8% kjósenda eru notuð sem réttlæting þess að færa fasteignakaupendum hundrað milljónir úr ríkissjóði“ 27. mars 2014 11:58 Gunnar Smári telur hæpið að stjórnarflokkarnir hafi pólitískt umboð til að færa fasteignaeigendum milljarða úr ríkissjóði. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur reiknað út hversu margir studdu niðurfellingu fasteignalána með atkvæðum sínum í síðustu alþingiskosningum. Hann greinir frá niðurstöðum sínum í ítarlegri Facebookfærslu nú í morgun. „Ef við skiptum upp fylgi Framsóknar í kosningunum í fyrra og segjum að Gamla Framsókn (landsbyggðarsjónarmið, genískt Framsóknarfólk o.s.frv.) hafi fengið 13% atkvæða þá aflaði Nýja Framsókn 11,4% aukafylgis með loforðum um að laga forsendubrestinn með peningum frá svokölluðum hrægammasjóðum,“ segir Gunnar Smári.„Forsendubrestsframboð“ með 18,8 prósent Hann segir önnur framboð, sem lögðu megináherslu á að rétta hlut fasteignaeigenda (Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Sturla Jónsson og Dögun) hafa fengu samtals 7,4% fylgi. „Samtals fengu forsendubrestsframboðin því 18,8% fylgi,“ skrifar Gunnar Smári. „Til samanburðar fengu ný framboð sem alls ekki lögðu þessa áherslu á vanda fasteignaeigenda umfram aðra hópa samtals 15,9% fylgi (Björt framtíð, Húmanistaflokkurinn, Lýðræðisvaktin og Píratar).“ Og Gunnar Smári heldur áfram að reikna: „Flokkar byggðir á hefðbundnari gildum íslenskra stjórnmála (Gamla Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Regnboginn, Landsbyggðarflokkurinn, Alþýðufylkingin, Samfylkingin og VG) fengu síðan 63,8% fylgi.“Fjármunum ausið til millistéttafólks Niðurstaðan Gunnars Smára og spurning er þessi: „Það sem ég skil ekki; er hvers vegna atkvæði 18,8% kjósenda eru notuð sem réttlæting þess að færa fasteignakaupendum hundrað milljónir úr ríkissjóði í formi framlaga og tapaðra skatttekna; á sama tíma og stuðningskerfi þeirra hópa sem hingað til hefur verið sátt um að fengju aðstoð hins opinbera er brotið niður; sjúkir, fatlaðir, aldraðir, fátækir. Hið hefðbundna velferðarkerfi, heilbrigðis- og menntakerfi, almannatryggingar og félagslegt húsnæðiskerfi; er látið grotna niður og rotna á meðan fjármunum er ausið til millistéttarfólks og hinna efnameiri. Það er verið að taka fé frá hinum þurfandi og færa þeim sem eru sjálfbjarga. Þetta er ömurlegt. Og skammarlegt.“ Innlegg by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur reiknað út hversu margir studdu niðurfellingu fasteignalána með atkvæðum sínum í síðustu alþingiskosningum. Hann greinir frá niðurstöðum sínum í ítarlegri Facebookfærslu nú í morgun. „Ef við skiptum upp fylgi Framsóknar í kosningunum í fyrra og segjum að Gamla Framsókn (landsbyggðarsjónarmið, genískt Framsóknarfólk o.s.frv.) hafi fengið 13% atkvæða þá aflaði Nýja Framsókn 11,4% aukafylgis með loforðum um að laga forsendubrestinn með peningum frá svokölluðum hrægammasjóðum,“ segir Gunnar Smári.„Forsendubrestsframboð“ með 18,8 prósent Hann segir önnur framboð, sem lögðu megináherslu á að rétta hlut fasteignaeigenda (Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Sturla Jónsson og Dögun) hafa fengu samtals 7,4% fylgi. „Samtals fengu forsendubrestsframboðin því 18,8% fylgi,“ skrifar Gunnar Smári. „Til samanburðar fengu ný framboð sem alls ekki lögðu þessa áherslu á vanda fasteignaeigenda umfram aðra hópa samtals 15,9% fylgi (Björt framtíð, Húmanistaflokkurinn, Lýðræðisvaktin og Píratar).“ Og Gunnar Smári heldur áfram að reikna: „Flokkar byggðir á hefðbundnari gildum íslenskra stjórnmála (Gamla Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Regnboginn, Landsbyggðarflokkurinn, Alþýðufylkingin, Samfylkingin og VG) fengu síðan 63,8% fylgi.“Fjármunum ausið til millistéttafólks Niðurstaðan Gunnars Smára og spurning er þessi: „Það sem ég skil ekki; er hvers vegna atkvæði 18,8% kjósenda eru notuð sem réttlæting þess að færa fasteignakaupendum hundrað milljónir úr ríkissjóði í formi framlaga og tapaðra skatttekna; á sama tíma og stuðningskerfi þeirra hópa sem hingað til hefur verið sátt um að fengju aðstoð hins opinbera er brotið niður; sjúkir, fatlaðir, aldraðir, fátækir. Hið hefðbundna velferðarkerfi, heilbrigðis- og menntakerfi, almannatryggingar og félagslegt húsnæðiskerfi; er látið grotna niður og rotna á meðan fjármunum er ausið til millistéttarfólks og hinna efnameiri. Það er verið að taka fé frá hinum þurfandi og færa þeim sem eru sjálfbjarga. Þetta er ömurlegt. Og skammarlegt.“ Innlegg by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41
Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Árni Páll Árnason, formaður Samfylkningarinnar, gagnrýndi frumvarp stjórnvalda um skuldaleiðréttingu. 27. mars 2014 11:17
Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16