Innlent

Útisvæðið við Hörpu tilnefnt til norrænna verðlauna

Mynd/Valgarður Gíslason
Útisvæðið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hefur verið tilnefnt til norrænna verðlauna sem besta nýja almenna rýmið, en verðlaunin verða veitt á ráðstefnu um arkitektúr sem haldin verður í Gautaborg þann 24. október næstkomandi.

Ráðstefnan ber nafnið Arkitekturmässan og er þetta í fyrsta sinn sem þessi verðlaun verða veitt. Auk útisvæðisins við Hörpuna eru tilnefnd átta önnur ný almenningssvæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Svæðið var hannað af ráðgjafafyrirtækinu Landslag ehf. í samvinnu við arkitektafyrirtækið Batteríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×