Engin skýrsla af sjeiknum 14. október 2011 18:49 Ekki hefur enn tekist fá skýrslu frá aðal vitninu í ein stærsta sakamáli efnahagshrunsins, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Sjeikinn nýtur diplómatískrar friðhelgi og hefur ekki orðið við ósk um að bera vitni í málinu. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á 5 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008 fyrir 25,6 milljarða króna er mjög langt komin, en kaupin eru álitin sýndarviðskipti af embættinu og eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um markaðsmisnotkun. Embættið lagði á það ríka áherslu á fyrri stigum rannsóknar að fá sjeikinn sjálfan, sem er bróðir emírsins í Katar, til að bera vitni í málinu. Meðal annars var reynt að fá hann til að gefa skýrslu í gegnum lögmann sinn í Lundúnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta ekki gengið eftir, en sjeikinn nýtur til dæmis diplómatískrar friðhelgi og þarf því ekki að gefa skýrslu á grundvelli beiðni um yfirheyrslu, en slík beiðni fer í gegnum svokallaða gagnkvæma réttaraðstoð við meðferð sakamála milli landa (e. mutual assistance). Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjeikinn því ekki gefið skýrslu í málinu. Margt er enn á huldu um sjeikinn sjálfan. Til dæmis hafa allar myndir sem birst hafa af honum í íslenskum fjölmiðlum ekki af honum og raunar hafa allir fjölmiðlarnir verið að nota sitt hvora myndina, en Al-Thani er jafn algengt nafn í Katar og Jón er hér á landi. Til dæmis höfum við á Stöð 2 verið að nota eina mynd, Rúv hafa notað aðra og þriðja myndin hefur verið notuð í Morgunblaðinu. (Sjá myndskeið með frétt). Enginn þessara manna er sjeikinn Al-Thani, bróðir emírsins í Katar. Engar myndir virðast vera til af sjeiknum á netinu, en ljósrit af vegabréfinu hans var skilað til fyrirtækjaskrár þegar eignarhaldsfélag hans hér á landi var stofnað. Í raun og veru eru tveir Al-Thani í málinu. Það er bróðir emírsins, sjeik Al-Thani og svo ráðgjafi hans, Sultan Bin Jassim Al-Thani, sem er í konungsfjölskyldunni og starfar sem fjármálaráðgjafi sjeiksins. Það er þessi maður sem vingaðist við Ólaf Ólafsson, meðal annars í gegnum sameiginleg áhugamál eins og hestamennsku og veiðar. Og kom hingað til lands í boði Ólafs sumarið 2008 og skoðaði m.a Flatey. Sérstakur saksóknari fékk vitnisburð súltansins í október 2009, eða fyrir réttum tveimur árum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eins og áður segir er rannsókn málsins mjög langt komin og eftir því sem fréttastofa kemst næst gæti henni verið lokið fyrir lok þessa árs. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ekki hefur enn tekist fá skýrslu frá aðal vitninu í ein stærsta sakamáli efnahagshrunsins, sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, kaup sjeiksins Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Sjeikinn nýtur diplómatískrar friðhelgi og hefur ekki orðið við ósk um að bera vitni í málinu. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum sjeiks Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á 5 prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008 fyrir 25,6 milljarða króna er mjög langt komin, en kaupin eru álitin sýndarviðskipti af embættinu og eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um markaðsmisnotkun. Embættið lagði á það ríka áherslu á fyrri stigum rannsóknar að fá sjeikinn sjálfan, sem er bróðir emírsins í Katar, til að bera vitni í málinu. Meðal annars var reynt að fá hann til að gefa skýrslu í gegnum lögmann sinn í Lundúnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta ekki gengið eftir, en sjeikinn nýtur til dæmis diplómatískrar friðhelgi og þarf því ekki að gefa skýrslu á grundvelli beiðni um yfirheyrslu, en slík beiðni fer í gegnum svokallaða gagnkvæma réttaraðstoð við meðferð sakamála milli landa (e. mutual assistance). Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sjeikinn því ekki gefið skýrslu í málinu. Margt er enn á huldu um sjeikinn sjálfan. Til dæmis hafa allar myndir sem birst hafa af honum í íslenskum fjölmiðlum ekki af honum og raunar hafa allir fjölmiðlarnir verið að nota sitt hvora myndina, en Al-Thani er jafn algengt nafn í Katar og Jón er hér á landi. Til dæmis höfum við á Stöð 2 verið að nota eina mynd, Rúv hafa notað aðra og þriðja myndin hefur verið notuð í Morgunblaðinu. (Sjá myndskeið með frétt). Enginn þessara manna er sjeikinn Al-Thani, bróðir emírsins í Katar. Engar myndir virðast vera til af sjeiknum á netinu, en ljósrit af vegabréfinu hans var skilað til fyrirtækjaskrár þegar eignarhaldsfélag hans hér á landi var stofnað. Í raun og veru eru tveir Al-Thani í málinu. Það er bróðir emírsins, sjeik Al-Thani og svo ráðgjafi hans, Sultan Bin Jassim Al-Thani, sem er í konungsfjölskyldunni og starfar sem fjármálaráðgjafi sjeiksins. Það er þessi maður sem vingaðist við Ólaf Ólafsson, meðal annars í gegnum sameiginleg áhugamál eins og hestamennsku og veiðar. Og kom hingað til lands í boði Ólafs sumarið 2008 og skoðaði m.a Flatey. Sérstakur saksóknari fékk vitnisburð súltansins í október 2009, eða fyrir réttum tveimur árum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eins og áður segir er rannsókn málsins mjög langt komin og eftir því sem fréttastofa kemst næst gæti henni verið lokið fyrir lok þessa árs.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira