Erlent

Miklar truflanir á lestarsamgöngum í Danmörku

Miklar truflanir eru á lestarsamgöngum milli landshluta í Danmörku þessa stundina. Lestarferðir lágu niðri í tvo og hálfan tíma í morgun eftir að maður kastaði sér fyrir lest við Hedehusene milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu um klukkan hálf fimm að staðartíma.

Maðurinn lést samstundis en meðan verið var að rannsaka málið gengu engar lestar milli Sjálands og Jótlands um Fjón.

Um klukkan sjö að staðartíma fóru lestarnar að ganga að nýju en mikil röskun hefur orðið á áætlun þeirra og varir það ástand fram eftir degi að sögn danskra fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×