Jackson með sveppasýkingu á fótunum og gífurlega grannur 14. október 2011 13:14 Conrad Murray í réttarsal mynd/AFP Líkami Michael Jackson var þakinn örum þegar hann lést. Hann átti erfitt með að losa þvag, var með mjög alvarlega sveppasýkingu og var gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þetta kom fram í réttarhöldum vestanhafs yfir lækni hans Conrad Murray. Michael Jackson, ein dáðasta poppstjarna sögunnar, fannst látinn á heimili sínu 25. júní 2009. Í sakamáli á hendur lækni hans, Conrad Murray, hafa komið fram óhugnanlegar upplýsingar um líkamlegt ástand Jacksons og atgervi er hann lést. Málflutningur í málinu stendur nú yfir en Murraey var ákærður í febrúar á síðasta ári. Murray, sem var persónulegur einkalæknir Jacksons, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, meðal annars vegna sterkra verkalyfja sem hann gaf honum skömmu áður en hann lést. Murray sagði í skýrslutöku fyrir dómi í málinu að líkami Jackson hefði verið þakinn örum eftir lýtaaðgerðir er hann lést. Þá hafi hann verið gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þá kemur fram í fjölmiðlum vestanhafs að líkami Jackson hafi verið svo illa farinn að sjúkraliðum sem komu á vettvang brá mikið er þeir sáu lík hans. Murray sagði jafnframt fyrir dómi að Jackson hefði notað gífurlegt magn rakspíra og kremið Benoquin sem er sérstaklega notað til að lýsa húðina. Þá var Jackson þjakaður af alvarlegri sveppasýkingu og var orðinn sjóndapur. Samkvæmt framburði Murray var sjón söngvarans var orðin það slæm að hægt hefði verið að greina hann sem löglega blindan og þá sagði hann sveppasýkinguna á fótum hans það slæma að hann fann mikið til er hann dansaði, en læknar höfðu af því áhyggjur af hörund hans væri að rotna. Murray er m.a gefið að sök að hafa valdið dauða Jackson af gáleysi með því að gefa honum lyfið Propofol sem einungis er notað á sjúkrahúsum. Murray viðurkenndi í gær að hafa gefið Jackson lyfið, en hann greindi frá því að Jackson hafi fengið nánast daglega í tvo mánuði áður en hann lést. Verjendur Murray halda því fram að Jackson hafi sjálfur tekið inn of stóran skammt af lyfinu þegar læknirinn var ekki viðstaddur ásamt öðrum verkalyfjum sem Murray var ekki kunnugt um, og það hafi leitt til dauða hans. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Líkami Michael Jackson var þakinn örum þegar hann lést. Hann átti erfitt með að losa þvag, var með mjög alvarlega sveppasýkingu og var gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þetta kom fram í réttarhöldum vestanhafs yfir lækni hans Conrad Murray. Michael Jackson, ein dáðasta poppstjarna sögunnar, fannst látinn á heimili sínu 25. júní 2009. Í sakamáli á hendur lækni hans, Conrad Murray, hafa komið fram óhugnanlegar upplýsingar um líkamlegt ástand Jacksons og atgervi er hann lést. Málflutningur í málinu stendur nú yfir en Murraey var ákærður í febrúar á síðasta ári. Murray, sem var persónulegur einkalæknir Jacksons, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, meðal annars vegna sterkra verkalyfja sem hann gaf honum skömmu áður en hann lést. Murray sagði í skýrslutöku fyrir dómi í málinu að líkami Jackson hefði verið þakinn örum eftir lýtaaðgerðir er hann lést. Þá hafi hann verið gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þá kemur fram í fjölmiðlum vestanhafs að líkami Jackson hafi verið svo illa farinn að sjúkraliðum sem komu á vettvang brá mikið er þeir sáu lík hans. Murray sagði jafnframt fyrir dómi að Jackson hefði notað gífurlegt magn rakspíra og kremið Benoquin sem er sérstaklega notað til að lýsa húðina. Þá var Jackson þjakaður af alvarlegri sveppasýkingu og var orðinn sjóndapur. Samkvæmt framburði Murray var sjón söngvarans var orðin það slæm að hægt hefði verið að greina hann sem löglega blindan og þá sagði hann sveppasýkinguna á fótum hans það slæma að hann fann mikið til er hann dansaði, en læknar höfðu af því áhyggjur af hörund hans væri að rotna. Murray er m.a gefið að sök að hafa valdið dauða Jackson af gáleysi með því að gefa honum lyfið Propofol sem einungis er notað á sjúkrahúsum. Murray viðurkenndi í gær að hafa gefið Jackson lyfið, en hann greindi frá því að Jackson hafi fengið nánast daglega í tvo mánuði áður en hann lést. Verjendur Murray halda því fram að Jackson hafi sjálfur tekið inn of stóran skammt af lyfinu þegar læknirinn var ekki viðstaddur ásamt öðrum verkalyfjum sem Murray var ekki kunnugt um, og það hafi leitt til dauða hans.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira